Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

18 daga



07.05.2008 17:20

Skemmtileg heimsókn

Við fengum góða heimsókn í gærkveldi þegar Skagaquilt konur komu til okkar Við áttum saman góða og skemmtilega kvöldstund heima hjá Dóru í Leirárgörðum og buðum við þeim upp á súpu og heimabakað brauð Við sýndum þeim verkin okkar og þær komu með sín svo var mikið spjallað um bútasaum auðvitað  Það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og hægt að læra af því Við ætlum að hittast aftur í haust og erum við farnar að hlakka til Elsku Dóra takk kærlega fyrir að taka á móti okkur Læt hér fylgja uppskriftina af súpunni góðu það voru svo margar sem vildu fá hana Set svo myndirnar inn í myndaalbúm þær sem þekkja nöfnin sem vantar og verkin viljið þið vera svo vænar að skrifa við myndirnar

                    Kjúklingasúpa


              3-4 msk olía á pönnu
              1 1/2 msk karrý
               1/2 - 1 hvítlaukur marinn
               1 púrrulaukur
               3 paprikur  ein af hverjum lit
                allt steikt á pönnu
               
                1 dós rjómaostur 400 gr í bláu dósunum
                1 flaska Heinz chilisósa verður að vera Heinz
                 1 grænmetisteningur
                  3 kjötkraftur
                  1/2 líter rjómi
                 1 1/2-2 lítrar vatn
                 salt og pipar

                 6-8 kjúklingabringur skornar í bita
                 þær steiktar og kryddaðar með töfrakryddi
                 bringurnar settar  í lokin
Flettingar í dag: 204
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 231
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 181652
Samtals gestir: 25705
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 02:59:46

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar