Loksins kemur eitthvað hér inn búið að vera smá vesen með síðuna okkar
Smá yfirlit frá áramótum og fram í mai á þessu ári
Hefðbundnir saumadagar annan hver þriðjudag fram í maí
Vatnaskógur er alltaf á sama tíma í byrjun mars þar komun við saman og saumum yfir helgina í frábæru umhverfi með dekri og fíneríi frá starfsm0nnum þar
Nokkrar komur í okkar hóp fóru í ferð til USA á saumanámskeið í júní
Við misstum enn eina saumavinkonu hana Svönu og eru þá 3 konur farnar í sumarlandið síðan í september s.l Birgitta Dísa og Svana Blessuð sé minning þeirra allra
Minningargrein um Svönu sem fór í morgunblaðið <3
Haustið 2015 var nokkrum konum boðið að sauma með bútasaumsklúbbnum Skraddaralúsum. Svana var ein af þeim og var alla tíð góður og tryggur félagi. Þessi litli hópur sér nú á eftir þriðja félaganum á fimm og hálfum mánuði.
Svana var mikil handavinnukona með gott auga fyrir litum og litasamsetningum. Hún var góður skipuleggjari og sást það best þegar við fórum á Selfoss í einni vorferðinni okkar. Þarna var Svana búin að skipuleggja allt frá A-Ö og að sjálfsögðu stóðst allt meira og minna.
Í mars á hverju ári förum við vinkonurnar í Vatnaskóg yfir helgi að sauma og var Svana alltaf mætt með þeim fyrstu. Eitt árið hafði hún lent í slysi og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð, svo að hún gat ekkert saumað það árið. En hún mætti nú samt og var yfirljósmyndari þá helgina. Í fyrra þegar við komum saman var Svana orðin veik, en mætti og spjallaði við okkur hinar, skoðaði handavinnuna hjá okkur og sýndi okkur það sem hún var að gera. Eitt af því sem einkenndi Svönu var að hún var með mikla tækjadellu og kom hún svo iðulega með eitthvert tækið sem hún hafði verið að fá sér og við hinar urðum alveg heillaðar og þurftum endilega að fá okkur svona líka.
Það var eitt við hana Svönu sem var svo einstakt, það var hvað hún gat hælt því sem við vorum að gera. Hún gat látið okkur líða eins og við værum með eitthvað alveg sérstakt í höndunum. Það var í rauninni hún sem gerði svo fallega og eftirminnilega hluti, eins og úlfa teppið eða græna teppið sem var svo fallegt að jafnvel þeim sem fannst græni liturinn ekkert sérstakur, fóru að huga að græna stassinu sínu.
Elsku vinkona, Guð geymi þig og endilega látið nú vita af ykkur þegar að þið hittist Skraddaralýsnar í Sumarlandinu.
Fjölskyldu og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur.
F. H. Skraddaralúsa
Edda Soffía Karlsdóttir