Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

10 mánuði

7 daga



15.01.2025 15:39

Saumadagar fram í nóvember

Saumadagar voru haldnir á 2ja vikna fresti frá sepember og til enda nóvember í Miðgarði 

Ýmislegt var  gert sumar eru með saumavél eða handsaum og  sumar prjóna 

Alltaf erum við með kaffi og skiptumst á 2 í einu að sjá um það

Svo er spjallað og spáð og spekkulerað hjá hvor annari 

Alltaf er jafn notalegt að koma saman og eiga góðan tíma saman 

Einn saumadag vorum við með námskeið í punch saumi sem er einskonar flos saumað með nál það var gaman að breyta til og lær
a nýtt 

Við fengum heimsókn frá suðurnesja lúsunum Gerðu og Ástu og voru þær með okkur  einn saumadag 

Í enda nóvember var farið á jólahlaðborð hjá Nítjándu resturant á Akranesi 

 Á haustönninni erum við búnar að missa tvær konur úr okkar hópi Birgittu Guðnadóttir d 17 september og Vigdísi Guðjónsdóttir d 7 nóvember þeirra er sárt saknað þær voru stofnendur að Skraddaralúsum 

Birgitta var jörðuð í kyrrþey og var hugu okkar hjá henni 

 

Hér er minningargrein sem var send í Morgunblaðið þegar Dísa var jörðuð

 

Í dag kveðjum við saumavinkonu okkar Dísu í Bjarkarási.

Dísa var ein af stofnendum bútasaumsklúbbsins Skraddaralúsa í Hvalfjarðarsveit.

Fyrir rúmum 20 árum komu nokkrar konur saman til að sauma bútasaum til að hafa gaman af og er sá klúbbur enn starfandi. Nú er skammt stórra högga á milli. Enn ein saumavinkonan er fallin frá en í september sl. kvaddi okkur Birgitta Guðnadóttir frá Hlíðarfæti og við kveðjum þær báðar með söknuði, en svona er víst gangur lífsins.

Það hafa orðið fagnaðarfundir hjá þeim í sumarlandinu. Nú sauma þær saman og fylgjast með okkur sem eftir erum hérna megin og láta vita af sér öðru hvoru.

Það var mikill hugur í Dísu þótt hún væri orðin svona lasin, hún heimsótti okkur á saumadag í Miðgarði viku fyrir andlát sitt og bað um uppskrift til að sauma. Hún var mikil handavinnukona og alltaf til í að hjálpa og leiðbeina. Kvaddi hún okkur allar með knúsi eins og hún vissi alveg að hverju stefndi. Mikið þótti okkur vænt um þessa heimsókn.

Við Skraddaralýs sendum Kristjáni og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur með þökk fyrir allt.

Blessuð sé minning þín, elsku Dísa okkar.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi.

Hafðu þökk fyrir allt og allt

(Valdimar Briem)

Þínar saumavinkonur, Skraddaralýs,

 

 

 
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 103
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 291850
Samtals gestir: 40848
Tölur uppfærðar: 16.1.2025 01:30:48

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar