Vatnaskógur 2023

Händelse

1 år

2 månader

7 dagar



Blogghistorik: 2011 Mer >>

13.06.2011 11:02

Lokaferðin í maí

Við enduðum veturinn með smá ferðalagi um Borgarfjörðinn í maí

Maríavar bílstjóri og  fór á rútunni sinni við fórum af stað kl 16 
Byrjuðum á að stoppa í Borgarnesi kíktum við í nýja Nettó sem var að opna
  
Fórum svo í heimsókn í gallerý Gló þar tók  Eygló Harðardóttir á móti okkur og sýndi vinnustofuna sína og auðvitað gátum við verslað okkur slatta af skartgriðum hjá henni eins og hringa armbönd og hálsmen til að punta okkur með

Næst  heimsóttum við handavinnuhúsið hjá Erlu og Sísí og fengum við okkur smá prjón og hekl í poka og lærðum nýtt hekl

Síðan lá leið okkar upp að Hraunsnefi í Norðurárdal
Þar borðuðum við saman mjög góðan mat með öllu tilheyrandi 
Sveppasúpu úr viltum sveppum í forrétt og lambakjöt með bestu bláberjasósunni sem við höfum smakkað og vorum við allar sammála um það
 Mótökurnar á Hraunsnefi voru frábærar og var stjanað við okkur eins og við værum af kóngafólki Við fengum að horfa á söngvakeppnina á stórum risaskjá í sér sal og var maturinn borinn þangað til okkar á meðan og höfðumm við salinn einar 
 Þökkum við þeim hjónum á Hraunsnefi fyrir frábærar mótökur og góðan mat við eigum örugglega eftir að koma þangað aftur
 Heim fórum við svo saddar og sælar að lokum  og var þetta góður endir á saumavetrinum okkar þar sem við erum allar komnar í sumarfrí og bíðum bara eftir að hittast og byrja á að sauma aftur í haust
 Við þökkum öllum þeim sem hafa verið í samstarfi með okkur eða fylgst með okkur á síðunni
fyrir góðan vetur

Nýjar myndir í albúmi 
 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 996
Antal unika besökare idag: 161
Antal sidvisningar igår: 152
Antal unika besökare igår: 36
Totalt antal sidvisningar: 195951
Antal unika besökare totalt: 28447
Uppdaterat antal: 16.5.2024 19:48:20


Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Namn:

Skraddaralýs

Postadress:

Hvalfjarðarsveit

Om:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Länkar