Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

1 mánuð

17 daga



Færslur: 2012 Mars

26.03.2012 11:42

Námskeið hjá Guðrúnu Erlu

Við fórum tvær austur á Selfoss á s.l miðvikudag á námskeið hjá Guðrúnu Erlu

Þar lærðum við nýja og skemmtilega aðferð í ræmusaumi og skorið með þríhyrningsstiku
 

Það var hægt að sauma á 3 vegu með ýmsum tilfærslum stjörnu eða sexhyrning í teppi eða dúk

Svo var kennd aðferð við að sauma dúk beint á bak og vatt sem heitir blómstrið eina

Við lærðum líka nýja aðferð við bindingu og sitt lítið af hverju

Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt en tíminn var bara allt of stuttur hefði mátt vera heill dagur til að geta gert allt sem manni langaði til

Takk fyrir okkur Guðrún Erla hlökkum til að koma næst og læra eitthvað nýtt þú ert snillingur

26.03.2012 11:40

Saumadagur

Við saumuðum s.l þriðjudag eins og venjulega
 

Við erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og sauma í hverri viku

Set hér inn nokkrar nýjar myndir

Á morgun er saumadagur hjá okkur

 

15.03.2012 00:14

GARDÍNURNAR KOMNAR UPP

Í GÆR VAR SAUMADAGUR HJÁ OKKUR

Við kláruðum að sauma gardínurnar og koma þeim upp og erum mjög montnar af þeim

Það saumaði hver okkar eina kerlingu og síðan var ráðist í alla bútana og þeir saumaðir saman þvers og krus og úr því var þetta lystaverk til

Þær taka sig vel út í vinnustofunni okkar og eiga eftir að ylja okkur vel við saumaskapinn

Næst saumum við þriðjudaginn 20 mars

Nýjar myndir eru í albúmi

07.03.2012 10:59

Suðurnes

Við fórum í gær í heimsókn suður í Garð og áttum þar góðan saumadag með suðurnesjalúsum

Við mættum hjá þeim kl 5 og saumuðum til kl 22 

Takk fyrir okkur stelpur það var gaman að hitta ykkur Gerða við söknuðum þín

Veðrið var heldur orðið leiðinlegt á leiðinni heim og mikil hálka en við komumst allar heilar heim

nýjar myndir í albúmi

01.03.2012 11:54

Saumadagur

Við hittumst nokkrar síðasta þriðjudag og saumuðum  

 Við geymdum gardínusauminn að þessu sinni því það vantaði nokkrar í hópinn

Við fengum góðan gest til okkar Brynju Kjerúlf frá Akranesi

Næsta þriðjudag ætlum við að leggja land undir fót og fara suður í Garð í heimsókn og sauma með suðurnesjalúsunum ef veður leifir

Nýjar myndir í albúmi


 


 

 

  • 1
Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 287
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 181329
Samtals gestir: 25656
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 11:26:54

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar