Vatnaskógur 2023

atburður liðinn í

1 ár

19 daga



14.01.2008 15:09

Saumahelgi að Vöðlum

Helgina 11-13 janúar bauð hún Ásta okkur í heimsókn í sveitina til sín að Vöðlum í Landsveit til að sauma. Við lögðum að stað á föstudag kl 16 og hittumst á Selfossi til að koma við í Bót og Bútabæ til að versla tölur efni rennilása og m .flÞegar við vorum búnar að koma okkur fyrir beið okkar þessi fína og góða súpa og meðlæti að hætti húsmóðurinnar  Byrjað var að sauma um kvöldið og langt fram á nótt og svo byrjað aftur á laugardagsmorgun eftir morgunmat. Saumað var fram að kvöldmat þá var gert hlé til að borða veislumat sem framreiddur var  af gestgjafanum og góðum hjálparkokkum (sjá myndir í albúmi)síðan var haldið áfram að sauma fram á nótt Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og hvað hægt er að gleyma sér alveg við í góðum félagskap við að sauma og hanna eitthvað nýtt eins og buddurnar sem komu út á marga vegu. Verkefni helgarinnar var að sauma ruslapoka til að hafa við saumavélina og var María búin að hanna þennan flotta plastpoka til að hafa inní honum algjör snilld það er svo auðvelt að tæma pokann eftir notkun Síðan kenndi hún María okkur að sauma buddur ýmiskonar sem komu skemmtilega á óvart engin eins  hún María okkar ætti að vera hönnuður hún er svo hugmyndarík.Það var margt annað saumað og sniðið ýmis teppi og löberar og m.fl Heimferð var eftir hádegi á sunnudag.Við hefðum alveg getað verið í viku en skyldustörfin kalla Það var frábær aðstaðan hjá henni Ástu  nóg pláss fyrir okkur allar við vorum 9 skraddaralýsog fór vel um okkur allar Til hamingju með nýja húsið þitt Ásta og ástarþakkir fyrir að bjóða okkur öllum þetta var frábær helgi .
Flettingar í dag: 227
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 172198
Samtals gestir: 24288
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:30:15

Eldra efni



Umsjón með vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir

Nafn:

Skraddaralýs

Heimilisfang:

Hvalfjarðarsveit

Um:

Við erum hópur kvenna sem hittumst reglulega og saumum bútasaum Umsjón vefsíðu Sigrún Sólmundardóttir Belgsholti
clockhere

Tenglar